Stangaveiðifélagið Flúðir

Stangaveiðifélagið Flúðir á Akureyri er leigutaki Fnjóskár og hefur leigt stangaveiðiréttindin óslitið frá 1969 af Veiðifélagi Fnjóskár.

Í Fnjóská veiðist lax, sjóbleikja og stöku urriði. Veiði er best í neðri hluta árinnar snemmsumars en um og upp úr miðjum júlí er að jafnaði farið að veiðast á öllum svæðum.

Flúðir eru einnig leigutaki Fjarðarár í Hvalvatnsfirði þar sem uppistaðan er sjóbleikja en einstaka sinnum veiðist einnig lax og sjóbirtingur á svæðinu. Undanfarin ár hefur byrjað að veiðast á ósasvæðinu þegar vorleysingar eru afstaðnar og orðið er bílfært á svæðið en athugið að það getur dregist fram eftir sumri eftir snjóþunga vetur.

Fréttir og tilkynningar

18 mar. 2017

Nú eru veiðileyfi í Fjarðará í Hvalvatnsfirði fyrir 2017 komin í vefsöluna hjá okkur.

Hægt er að sjá yfirlit yfir lausa daga hér

Veturinn hefur verið snjóléttur og ef veðurfar heldur áfram að vera milt ætti að verða fært út í Fjörður snemma en við bendum engu að síður veiðimönnum að kynna sér aðgengi og færð áður en þeir kaupa veiðileyfi.


31 jan. 2017

Við erum að leggja lokahönd á úthlutun veiðileyfa til félagsmanna þessa dagana.

Eigi einhverjir eftir að skila inn umsókn um veiðileyfi fyrir næsta sumar þá vinsamlegast komið þeim til stjórnar sem allra fyrst.

Við erum einnig byrjaðir að taka við óskum um veiðidaga frá viðskiptavinum utan félagsins þannig að ef þú hefur í huga ákveðna veiðidaga næsta sumar þá er um að gera að senda okkur fyrirspurn og við reynum að verða við því eins og mögulegt er.

Að lokinni úthlutun fara laus veiðileyfi í almenna sölu á netinu.Veiðileyfi

Fjarðará í Hvalvatnsfirði
01 júl. 2017
1 stöng í einn dag
Verð: 5.100 kr. - Stangir: 4
02 júl. 2017
1 stöng í einn dag
Verð: 5.100 kr. - Stangir: 4
03 júl. 2017
1 stöng í einn dag
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 4

Fnjóská
Ekekrt laust eins og er.

Fnjóská - Svæði 5
Ekekrt laust eins og er.