Stangaveiðifélagið Flúðir á Akureyri er leigutaki Fnjóskár og hefur leigt stangaveiðiréttindin óslitið frá 1969 af Veiðifélagi Fnjóskár.
Í Fnjóská veiðist lax, sjóbleikja og stöku urriði. Veiði er best í neðri hluta árinnar snemmsumars en um og upp úr miðjum júlí er að jafnaði farið að veiðast á öllum svæðum.
Stjórnarmenn opnuðu Fnjóská, sem var ekki árennileg, bæði lituð og vatnsmikil, eða ca. 180 rúmmetrar á sekúndu. Til samanburðar er sumarrennsli árinnar 30-40 rúmmetrar. Fyrsti laxinn kom 17. júní þegar Brynjar Örn Baldvinsson landaði 92 cm hæng,sem tók spón á Malareyrinni. Annar lax elti á Malareyri og menn urðu varir við lax í Kolbeinspolli.
Fyrsti laxinn kom á land úr Fnjóská 18.júní um morguninn og var það 80 cm hængur úr Kolbeinspolli.
Veiðimenn sá lax á flestum stöðum á neðsta svæðinu og settu í nokkra sem náðu að losa sig.
Gott vatn er í ánni og laxastiginn er opinn þeim fiskum sem vilja halda áfram för upp á efri svæðin.