Stangaveiðifélagið Flúðir

Stangaveiðifélagið Flúðir á Akureyri er leigutaki Fnjóskár og hefur leigt stangaveiðiréttindin óslitið frá 1969 af Veiðifélagi Fnjóskár.

Í Fnjóská veiðist lax, sjóbleikja og stöku urriði. Veiði er best í neðri hluta árinnar snemmsumars en um og upp úr miðjum júlí er að jafnaði farið að veiðast á öllum svæðum.

 

Fréttir og tilkynningar

10 júl. 2018

Nú hefur veiðst lax á öllum efri svæðum Fnjóskár. 
Í gær kom laxar úr Árbugsárósi og Sandi á svæði 2, úr Flúðum á svæði 3 og úr Neslæk á svæði 4.
Vatnsmagn í ánni er eins og í sumar rennsli og eiga fiskar greiða leið upp í gegnum laxastigann.
Stórar bleikjur hafa veiðst á svæði 1 og hafa veiðimenn séð þær koma upp á Hellunni og halda áfram upp í þrengslin við stigann. 


03 júl. 2018

Fyrsti laxinn af efri svæðum kom á land í gær, 2. júlí. 
12 punda hrygna tók fluguna Sunray Shadow á Sandinum á 2.svæði.
Vatnsmagn í ánni og hitastig hennar hefur undanfarnar vikur oftast verið hagstætt þeim fiskum sem vilja klífa stigann framhjá fossunum og halda á vit ævintýranna í uppánni. Það má því fastlega gera ráð fyrir því að fiskur stoppi stutt á 1.svæði, enda hafa menn séð þá koma upp á Helluna og í Brúarlagshylinn og hverfa síðan inn í þrengslin í átt að stiganum.Veiðileyfi

Fnjóská
18 júl. 2018
1 stöng á svæði 1 eftir hádegi
Verð: 31.050 kr. - Stangir: 2
18 júl. 2018
1 stöng á svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 17.250 kr. - Stangir: 1
18 júl. 2018
1 stöng á svæði 3 fyrir hádegi
Verð: 17.250 kr. - Stangir: 2

Fnjóská - Svæði 5
19 júl. 2018
1 stöng í einn dag
Verð: 6.900 kr. - Stangir: 2
23 júl. 2018
1 stöng í einn dag
Verð: 8.050 kr. - Stangir: 2
24 júl. 2018
1 stöng í einn dag
Verð: 8.050 kr. - Stangir: 2