Stangaveiðifélagið Flúðir

Stangaveiðifélagið Flúðir á Akureyri er leigutaki Fnjóskár og hefur leigt stangaveiðiréttindin óslitið frá 1969 af Veiðifélagi Fnjóskár.

Í Fnjóská veiðist lax, sjóbleikja og stöku urriði. Veiði er best í neðri hluta árinnar snemmsumars en um og upp úr miðjum júlí er að jafnaði farið að veiðast á öllum svæðum.

Flúðir eru einnig leigutaki Fjarðarár í Hvalvatnsfirði þar sem uppistaðan er sjóbleikja en einstaka sinnum veiðist einnig lax og sjóbirtingur á svæðinu. Undanfarin ár hefur byrjað að veiðast á ósasvæðinu þegar vorleysingar eru afstaðnar og orðið er bílfært á svæðið en athugið að það getur dregist fram eftir sumri eftir snjóþunga vetur.

Fréttir og tilkynningar

25 júl. 2016

Það voru að losna stangir á laxasvæðunum í Fnjóská núna 28. júlí - 1. ágúst og má sjá hvað er laust hér.

Þegar þetta er skrifað hafa verið skráðir 118 laxar í bók og meðalþyngdin góð eða 5,6kg.

Lítið hefur sést af smálaxinum ennþá en algengt er að hann fari að láta sá sig á þessum tíma í einhverju magni enda síðustu dagar júlí og fyrsta vikan í ágúst almennt talið allra besti tíminn.

Myndin er af Olgeiri Haraldssyni með væna hrygnu úr Árbugsárós á svæði 2 um liðna helgi.


29 jún. 2016

Síðustu daga hefur Fnjóská farið hríðlækkandi dag frá degi og því aðeins tímaspursmál hvenær vart yrði við fyrstu laxana á efri svæðunum eftir að stiginn var orðinn fær, sem og að töluvert hefur sést af laxi á göngu á fossasvæðinu fyrir neðan stiga.

Það var svo í morgun að fyrsti laxinn veiddist fyrir ofan stiga og var það 82 cm hrygna sem veiddist í Ferjupolli. Veiðimaðurinn setti í annan lax af svipaðri stærð en missti hann eftir stutta baráttu.

Það er eitthvað laust af veiðileyfum á næstu dögum og eru þau á sanngjörnu verði nú þegar von er á laxi og sjóbleikju á svæðum 2-4.

Myndin er af Ferjupolli og er úr myndasafni.Veiðileyfi

Fjarðará í Hvalvatnsfirði
Ekekrt laust eins og er.

Fnjóská
Ekekrt laust eins og er.

Fnjóská - Svæði 5
Ekekrt laust eins og er.