Stangaveiðifélagið Flúðir

Stangaveiðifélagið Flúðir á Akureyri er leigutaki Fnjóskár og hefur leigt stangaveiðiréttindin óslitið frá 1969 af Veiðifélagi Fnjóskár.

Í Fnjóská veiðist lax, sjóbleikja og stöku urriði. Veiði er best í neðri hluta árinnar snemmsumars en um og upp úr miðjum júlí er að jafnaði farið að veiðast á öllum svæðum.

Flúðir eru einnig leigutaki Fjarðarár í Hvalvatnsfirði þar sem uppistaðan er sjóbleikja en einstaka sinnum veiðist einnig lax og sjóbirtingur á svæðinu. Undanfarin ár hefur byrjað að veiðast á ósasvæðinu þegar vorleysingar eru afstaðnar og orðið er bílfært á svæðið en athugið að það getur dregist fram eftir sumri eftir snjóþunga vetur.

Fréttir og tilkynningar

29 jún. 2017

Veiðin hefur verið frekar róleg á fyrstu dögunum í Fnjóská. Veiðimenn hafa verið að slíta upp einn og einn lax á neðsta svæðinu en þar gengur laxinn beint í gegn þar sem aðstæður hafa ekki verið svona góðar til göngu upp í á í nokkur ár. Einn sá til að mynda um það bil 20 laxa á vaktinni fyrir nokkrum dögum en þeir voru allir horfnir daginn eftir. Sá setti í 4 af þeim og landaði einum.

Í gær sáust fyrstu sjóbleikjurnar og veiddist ein, voru þetta 3-4 punda nýgengnar og pattaralegar bleikjur.

Við vorum að skipta upp nokkrum 2ja daga stöngum núna um helgina og setja í sölu sem vaktir, hægt er að sjá laus leyfi hér.

Mynd: Nýgengin hrygna sem veiddist á Skúlaskeiði í gær, hún fékk svo frelsið aftur þegar losað hafði verið úr henni.


22 jún. 2017

Fnjóská opnaði nú á dögunum við frekar erfiðar aðstæður og veiddist einn lax þann morguninn í Kolbeinspolli. Var það Guðmundur Gunnarsson sem landaði 87 cm hæng á Rauða Frances túbu. 

Áin hefur sjatnað mikið síðustu daga og er nú komin í 65 m3 þegar þetta er skrifað. Aðstæður eru því góðar núna og ekkert til fyrirstöðu fyrir laxinn að ganga beint upp í á.

Það eru komnir 4 laxar í bók og veiðimenn sáu til fleiri laxa í Kolbeinspolli í gær. Það er ætlunin að merkja töluvert af laxi núna í sumar svo við biðjum veiðimenn að veita því eftirtekt hvort þeir fiskar sem þeir veiða séu merktir og skrá það í veiðibókina ef svo er.Veiðileyfi

Fjarðará í Hvalvatnsfirði
20 ágú. 2017
1 stöng í einn dag
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 4
21 ágú. 2017
1 stöng í einn dag
Verð: 4.800 kr. - Stangir: 4
22 ágú. 2017
1 stöng í einn dag
Verð: 4.800 kr. - Stangir: 4

Fnjóská
19 ágú. 2017
1 stöng á svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 21.850 kr. - Stangir: 2
19 ágú. 2017
1 stöng á svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 37.950 kr. - Stangir: 1
19 ágú. 2017
1 stöng á svæði 4 fyrir hádegi
Verð: 32.258 kr. - Stangir: 2

Fnjóská - Svæði 5
22 ágú. 2017
1 stöng í einn dag
Verð: 9.775 kr. - Stangir: 2
23 ágú. 2017
1 stöng í einn dag
Verð: 9.775 kr. - Stangir: 2
24 ágú. 2017
1 stöng í einn dag
Verð: 9.775 kr. - Stangir: 2