Fréttasafn

22 jún. 2017

Fnjóská opnaði nú á dögunum við frekar erfiðar aðstæður og veiddist einn lax þann morguninn í Kolbeinspolli. Var það Guðmundur Gunnarsson sem landaði 87 cm hæng á Rauða Frances túbu. 

Áin hefur sjatnað mikið síðustu daga og er nú komin í 65 m3 þegar þetta er skrifað. Aðstæður eru því góðar núna og ekkert til fyrirstöðu fyrir laxinn að ganga beint upp í á.

Það eru komnir 4 laxar í bók og veiðimenn sáu til fleiri laxa í Kolbeinspolli í gær. Það er ætlunin að merkja töluvert af laxi núna í sumar svo við biðjum veiðimenn að veita því eftirtekt hvort þeir fiskar sem þeir veiða séu merktir og skrá það í veiðibókina ef svo er.


06 maí 2017

Veiðileyfi í Fnjóská fyrir sumarið 2017 eru komin í vefsöluna.

Um er að ræða 2ja daga holl á laxasvæðunum sem og einhverjar stakar vaktir á laxasvæðum. Einnig eru heilir dagar á silungasvæðinu komnir í sölu.

Hafi menn áhuga á stökum vöktum snemmsumars innan 2ja daga holla sem eru í sölu er sjálfsagt að hafa samband og við reynum að verða við þeim fyrirspurnum ef hægt er.

Veiðileyfin fyrir laxasvæði má finna hér og fyrir silungasvæðið hér.


18 mar. 2017

Nú eru veiðileyfi í Fjarðará í Hvalvatnsfirði fyrir 2017 komin í vefsöluna hjá okkur.

Hægt er að sjá yfirlit yfir lausa daga hér

Veturinn hefur verið snjóléttur og ef veðurfar heldur áfram að vera milt ætti að verða fært út í Fjörður snemma en við bendum engu að síður veiðimönnum að kynna sér aðgengi og færð áður en þeir kaupa veiðileyfi.


31 jan. 2017

Við erum að leggja lokahönd á úthlutun veiðileyfa til félagsmanna þessa dagana.

Eigi einhverjir eftir að skila inn umsókn um veiðileyfi fyrir næsta sumar þá vinsamlegast komið þeim til stjórnar sem allra fyrst.

Við erum einnig byrjaðir að taka við óskum um veiðidaga frá viðskiptavinum utan félagsins þannig að ef þú hefur í huga ákveðna veiðidaga næsta sumar þá er um að gera að senda okkur fyrirspurn og við reynum að verða við því eins og mögulegt er.

Að lokinni úthlutun fara laus veiðileyfi í almenna sölu á netinu.

Veiðileyfi

Fjarðará í Hvalvatnsfirði
01 júl. 2017
1 stöng í einn dag
Verð: 5.100 kr. - Stangir: 4
02 júl. 2017
1 stöng í einn dag
Verð: 5.100 kr. - Stangir: 4
03 júl. 2017
1 stöng í einn dag
Verð: 4.200 kr. - Stangir: 4

Fnjóská
26 jún. 2017
1 stöng á svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 29.900 kr. - Stangir: 2
27 jún. 2017
1 stöng á svæði 1 eftir hádegi
Verð: 29.900 kr. - Stangir: 1
28 jún. 2017
1 stöng á svæði 1 eftir hádegi
Verð: 32.200 kr. - Stangir: 2

Fnjóská - Svæði 5
26 jún. 2017
1 stöng í einn dag
Verð: 6.900 kr. - Stangir: 2
27 jún. 2017
1 stöng í einn dag
Verð: 6.900 kr. - Stangir: 1
28 jún. 2017
1 stöng í einn dag
Verð: 6.900 kr. - Stangir: 2