Fréttir

22 jún. 2017

Laxveiðin hafin í Fnjóská

Fnjóská opnaði nú á dögunum við frekar erfiðar aðstæður og veiddist einn lax þann morguninn í Kolbeinspolli. Var það Guðmundur Gunnarsson sem landaði 87 cm hæng á Rauða Frances túbu. 

Áin hefur sjatnað mikið síðustu daga og er nú komin í 65 m3 þegar þetta er skrifað. Aðstæður eru því góðar núna og ekkert til fyrirstöðu fyrir laxinn að ganga beint upp í á.

Það eru komnir 4 laxar í bók og veiðimenn sáu til fleiri laxa í Kolbeinspolli í gær. Það er ætlunin að merkja töluvert af laxi núna í sumar svo við biðjum veiðimenn að veita því eftirtekt hvort þeir fiskar sem þeir veiða séu merktir og skrá það í veiðibókina ef svo er.

Til baka

Veiðileyfi

Fnjóská
Ekkert laust eins og er.

Fnjóská - Svæði 5
Ekkert laust eins og er.