Fréttir

29 jún. 2017

Veiðin frekar róleg og fiskur dreifður

Veiðin hefur verið frekar róleg á fyrstu dögunum í Fnjóská. Veiðimenn hafa verið að slíta upp einn og einn lax á neðsta svæðinu en þar gengur laxinn beint í gegn þar sem aðstæður hafa ekki verið svona góðar til göngu upp í á í nokkur ár. Einn sá til að mynda um það bil 20 laxa á vaktinni fyrir nokkrum dögum en þeir voru allir horfnir daginn eftir. Sá setti í 4 af þeim og landaði einum.

Í gær sáust fyrstu sjóbleikjurnar og veiddist ein, voru þetta 3-4 punda nýgengnar og pattaralegar bleikjur.

Við vorum að skipta upp nokkrum 2ja daga stöngum núna um helgina og setja í sölu sem vaktir, hægt er að sjá laus leyfi hér.

Mynd: Nýgengin hrygna sem veiddist á Skúlaskeiði í gær, hún fékk svo frelsið aftur þegar losað hafði verið úr henni.

Til baka

Veiðileyfi

Fnjóská
Ekkert laust eins og er.

Fnjóská - Svæði 5
Ekkert laust eins og er.