Fréttir

13 apr. 2010

Veiðileyfi í Fjarðará komin í sölu

Nú eru veiðileyfi í Fjarðará fyrir komandi sumar komin í vefsöluna hjá okkur. Hægt er að skoða yfirlit yfir lausa daga með því að smella á Fjarðará hérna vinstra megin á síðunni. Einnig má skoða leyfi með því að smella hér

Næstkomandi laugardag, þann 17. apríl, verður aðalfundur Flúða haldinn í Sveinbjarnargerði og hefst hann kl 14:00. Á dagskrá eru:

1. Aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins.
2. Yfirstandandi ræktunarátak í Fnjóská, framsöguerindi og umræður.

Slepping gönguseiða í fyrra gekk með afbrigðum vel, líklegast til sú besta frá upphafi og því búist við kröftugum smálaxagöngum í sumar. Í ræktunartjörninni eru núna um 45.000 seiði sem eru mjög vel haldin og verður þeim fljótlega dreift um tjarnir í ánni til sleppingar í vor.

Nú er úthlutun í Fnjóská á lokastigi og laus veiðileyfi væntanleg í vefsöluna hjá okkur innan fárra daga. Ennþá má finna nokkur góð veiðileyfi og eftir að vefsalan opnar gildir "fyrstur kemur fyrstur fær".

Til baka

Veiðileyfi

Fnjóská
Ekkert laust eins og er.

Fnjóská - Svæði 5
Ekkert laust eins og er.