Fréttir

19 jún. 2010

Þrír á land í morgun

Það komu þrír laxar á land í morgun. Einn neðarlega í Kolbeinspolli, annar á Merkjabreiðu og sá þriðji á Skúlaskeiði. Allt voru þetta fallegir 2ja ára fiskar í kring um 10 pundin, bland af hængum og hrygnum. Vatnsmagn hefur minnkað verulega og áin orðin nánast alveg tær. Fleiri laxar sáust ásamt því að stórbleikjur gerðu vart við sig.

Til baka

Veiðileyfi

Fnjóská
Ekkert laust eins og er.

Fnjóská - Svæði 5
Ekkert laust eins og er.