Fréttir

07 júl. 2010

Mikið af laxi að ganga og lausar forfallastangir

Síðustu daga hefur 1. svæði verið alveg smekkfullt af laxi og bleikju að ganga. Svíar sem voru að veiða í tvo daga fengu laxa á öllum svæðum og kvótann á 1. svæði eða 6 laxa. Þeir misstu þar lax sem var eitthvað yfir 20 pund, sá tók á Skúlaskeiði og náði að rífa úr sér við gömlu brúna þegar ljóst var að taka þurfti fast á honum ef ekki átti að synda niðureftir með honum. Þeir fengu einnig nokkrar fallegar sjóbleikjur. Allt var þetta á flugu og öllu sleppt aftur.

Við fengum fréttir frá mönnum sem voru á svæðinu á sama tíma og einnig frá þeim svo voru á eftir og sáust þá 15 laxar á Hellunni, 10 á Malareyri, 20 í Klapparhyl, 20 í Kolbeinspolli og svo var fullt af laxi á Skúlaskeiði og Bjarghorni en þar er erfiðara að átta sig á fjöldanum.

Af efri svæðunum er að það að frétta að lax er farinn að veiðist á hverri vakt á öllum svæðum.

Vegna forfalla fengum við í endursölu 4 stangir 22. - 24. júlí og eru þær í vefsölunni hjá okkur. Miðað við gengi þetta árið þá má segja að þetta sé á allra besta tíma. Sjá hér

Til baka

Veiðileyfi

Fnjóská
Ekkert laust eins og er.

Fnjóská - Svæði 5
Ekkert laust eins og er.