Fréttir

09 júl. 2010

Háfur fannst og fréttir af veiði

Háfur fannst á dögunum við veiðistað 29, Vaðnesbreiðu. Sá er saknar hans er bent á að tala við Óla í síma 462 6263.

Fnjóská er nú orðin tær eftir rigningar síðustu daga, er frekar vatnsmikil en á hraðri niðurleið. Laxar fengust í gær á svæði 2 og svæði 4 þrátt fyrir skolað og mikið vatn og í morgun var mikið af laxi að ganga á 1. svæði og var sett í 7 laxa þar á stangirnar tvær. Nú undir kvöld fengum við fréttir frá veiðimönnum á svæði 3, þeir voru búnir að landa þremur löxum, 8 og 12 punda í Símastreng og svo einum 15 punda á Litlubreiðu.

Það eru ennþá laus leyfi á sunnudag, mánudag og þriðjudag í stökum vöktum á svæðum 2, 3 og 4.

Einnig eru nokkrar stangir lausar 22-24 júlí í 2ja daga pakka.

Þetta eru síðustu leyfin sem laus eru þangað til um miðjan ágúst.

Til baka

Veiðileyfi

Fnjóská
Ekkert laust eins og er.

Fnjóská - Svæði 5
Ekkert laust eins og er.