Fréttir

16 júl. 2010

Yfir 180 laxar komnir á land

Fnjóská er komin yfir 180 laxa veiði sem er mjög gott miðað við 16. júlí.

Svæði 1. hefur verið smekkfullt af laxi lengi og síðustu daga hafa miklar smálaxagöngur verið að koma inn ásamt stórfiskum í bland. Flestar vaktir á svæði 1. gefa kvótann, sem eru 3 laxar á stöng á hálfum degi, en margir hafa fengið fleiri laxa og sleppt þeim aftur.

Veiðin á efri svæðunum er ekki komin alveg á fullt en það veiðast laxar á hverri vakt á hverju svæði og eykst veiðin með hverjum deginum þar sem smálaxinn er farinn að hrista upp í hyljunum.

Við höfum ekki frétt neinar sögur af silungasvæðinu og biðjum menn að láta okkur vita af gengi þar.

Við vitum ekki til þess að farið hafi verið með stöng í Fjarðará ennþá og þar er allt laust á næstunni. Bleikjan gekk snemma í allar ár í Eyjafirði og Fjarðaráin ætti ekki að vera undanskilin. Við fáum kannski fréttir af henni um eða eftir helgi þar sem stefnt er á að fara um helgina til að athuga hvort bleikjan er komin.

Til baka

Veiðileyfi

Fnjóská
Ekkert laust eins og er.

Fnjóská - Svæði 5
Ekkert laust eins og er.