Fréttir

15 sep. 2010

Framlengt til 19. september

Það liggur fyrir að mikið er af laxi í ánni og eftir að hafa ráðfært okkur við sérfræðinga okkar í ræktunarmálum höfum við ákveðið að framlengja veiðitímabilið í Fnjóská um nokkra daga. Við höfum því sett í sölu veiðileyfi á öllum svæðum dagana 16 – 19. september. Við leggjum áherslu á að skv. veiðireglum okkar skal sleppa öllum löxum sem eru 4 kg eða stærri, eða setja þá í klak-kistur. Einnig biðjum við veiðimenn sem kaupa þessa aukadaga að sleppa legnum smálaxi, sérstaklega hrygnum.

Til baka

Veiðileyfi

Fnjóská
Ekkert laust eins og er.

Fnjóská - Svæði 5
Ekkert laust eins og er.