Fréttir

17 jún. 2014

Fyrstu laxarnir úr Fnjóská

Stjórnarmenn Stangaveiðifélagsins Flúða opnuðu Fnjóská í morgun. Aðstæður til veiða voru ekkert sérstakar, mikill vöxtur er í ánni, vel yfir 200 m3, og litað vatn. Fyrsti laxinn var þó kominn á land eftir 30 mínútur, 85 cm hrygna, veidd á Malareyrinni af Guðjóni Ágústi Árnasyni. Annar lax kom síðan úr Rauðhyl, 72 cm hrygna, sami veiðimaður.Til baka

Veiðileyfi

Fnjóská
Ekkert laust eins og er.

Fnjóská - Svæði 5
Ekkert laust eins og er.