Fréttir

16 jún. 2005

Hvað gerist í Fnjóská í sumar?

Heildarveiðin sumarið 2004 var 442 laxar skv. skráningu í veiðibækur, og er það 4. besta veiðin í Fnjóská frá því að Stangaveiðifélagið Flúðir hóf veiðar í ánni árið 1969.
1. svæði er skráð fyrir 76 löxum, 2. svæði 133, 3. svæði 138 og 4. svæði er skráð fyrir 93 löxum.
Athygli vekur góð veiði á 4. svæði, sem áður tilheyrði að hluta til silungasvæðum árinnar.
Einnig vekur athygli að einungis 2 laxar eru skráðir á silungasvæðunum, þ.e. 5. og 6. svæði, en það verður því miður vart við að einstaka veiðimenn gleymi að færa aflann til bókar, silung jafnt sem lax.
Við þurfum að laga þetta.

Nokkrar væntingar eru til veiðisumarsins 2005 þar sem mikið kom af smálaxi síðast liðið sumar, sem gæti verið ávísun á þokkalegar göngur af tveggja ára laxi í vor. Auk þess var gott ástand á niðurgönguseiðum í sumar sem leið, bæði þeim sem áin hafði fóstrað og einnig þeim sem við settum í nokkrar sleppitjarnir.

Forsölu til félaga í Flúðum er lokið, smávegis er eftir af lausum dögum og eru þeir til sölu hér á síðunni.

Til baka

Veiðileyfi

Fnjóská
Ekkert laust eins og er.

Fnjóská - Svæði 5
Ekkert laust eins og er.