Fréttir

22 jún. 2005

Laxinn er til staðar - veiðimenn óskast !

Fyrirsögn fréttarinnar er sett fram á léttu nótunum en öllu gamni fylgir einhver alvara. Sáralítið hefur verið farið til veiða í Fnjóská fyrstu daga veiðitímabilsins en allir sem hafa farið hafa átt við laxa á einn eða annan hátt og enginn farið heim án þess að sjá laxa okkur vitandi - þó þeir hafi ekki endilega tekið agnið. Þegar þetta er skrifað hefur 3 löxum verið landað og sett í nokkra til viðbótar. Laxar hafa sést í Rauðhyl, Malareyri, Hellunni og Kolbeinspolli. Einnig má telja nokkuð víst að þeir stoppi á Bjarghorni, Skúlaskeiði og jafnvel fleiri stöðum.
Enginn var að veiða í gærdag og ekki heldur í morgun en þeir sem áttu seinnipartinn í dag fengu 8 punda lúsuga hrygnu á Malareyri á Black Sheep keilu. Nokkir laxar sáust til viðbótar.
Ein 4 punda bleikja hefur veiðst og allar líkur á því að stóru sjóbleikjurnar séu að mæta en þær eru ekki síðri en laxinn þegar þær koma beint úr sjó þær snemmgengnu og spikuðu.

22. júní fékk veiðimaður 2 laxa á seinni vaktinni en það var það eina sem selt var þann daginn. 10 punda lax var dreginn á land á Malareyri og 9 punda lax í Rauðhyl. Einnig sáust fleiri á Malareyri og á Hellunni.

Lausar stangir eru undir hnappnum "Laxveiðileyfi" og þar er hægt að velja um staka daga á næstunni og einnig 2 daga pakka sem innihalda öll svæðin.

Sigurður með 8 punda hrygnu sem hann fékk á Black Sheep keilu á Malareyrinni að kveldi 21. júní

Til baka

Veiðileyfi

Fnjóská
Ekkert laust eins og er.

Fnjóská - Svæði 5
Ekkert laust eins og er.