Fréttir

12 júl. 2005

Fréttir af veiði

Um 40 laxar hafa veiðst núna í Fnjóská og í kringum 50 bleikjur ásamt slatta af urriða. Veiðimenn sem voru að veiða um helgina fengu 5 laxa og misstu annað eins ásamt því að fá 18 sjóbleikjur og margar þeirra 3-4 punda. Annar sem við fréttum af fór á 4. svæði og náði 2 löxum. Mest er að veiðast á svæði 1 og er þar mikið af laxi og bleikju á hraðferð í gegn. Á efri svæðunum hefur verið kropp síðustu daga og væntanlega stutt í að þar fari veiði í gang að alvöru. Helstu staðir eru farnir að gefa veiði og um helgina fengust til að mynda laxar á Sandi, Stekkjarhyl og á Flúðum.

Til baka

Veiðileyfi

Fnjóská
Ekkert laust eins og er.

Fnjóská - Svæði 5
Ekkert laust eins og er.