Fréttasafn

16 sep. 2008

Veiðum á svæðum 1-4 lýkur 18. september.
Við höfum þó sett inn nokkur veiðileyfi á 1. svæði dagana 19 - 21. september og eru þessi leyfi hugsuð til silungsveiða á svæðinu frá ósum og upp að Laufásfossum.

Við þökkum veiðimönnum samskiptin á veiðisumrinu og minnum þá, sem ekki hafa enn skráð sína veiði, að koma upplýsingum til okkar.


06 sep. 2008

Fnjóská er komin í c.a. 460 laxa og er tveggja ára lax stórt hlutfall af veiddum laxi í sumar.

Þessum var landað 3. sept í Fnjóska í Flúðum 8,9kg og 96 cm ásamt öðrum sem var 8,6 kg á Einbúabreiðu.

Uppselt er á laxasvæðin það sem eftir er af sumri en nokkrar stangir lausar á silungasvæðinu.


22 ágú. 2008

Ágætu veiðimenn.
Vandaður sjónauki tapaðist við Fnjóská.
Finnandi vinsamlegast hafi samband.
Flúðir.


04 ágú. 2008
ca. 250 laxar eru komnir á land og góður gangur í veiðinni þessa dagana.
Undanfarin ár hefur veiðin um mánaðarmótin júlí - ágúst verið 120-140 laxar.
Enn er hátt hlutfall tveggja ára laxa í veiðinni og það fréttist af einum 20 punda nú um helgina.

08 júl. 2008

Búið er að setja niður klak-kistur á eftirtöldum stöðum:
- Í Kolbeinspolli.
- Milli Árbugsáróss (28) og Vaðnesbreiðu (29) að austan.
- Neðst á Sandi (34) að vestan.
- Ofan við Eyrarbreiðu (46) að vestan.
- Neðst á Flúðum (52) að austan.
- Neðst í Systrahvammi (59) að vestan.

Við hvetjum veiðimenn til að setja góða klaklaxa í kisturnar, bæði hængi og hrygnur, og aðstoða okkur þannig við áframhaldandi ræktun árinnar.
1/2 veiðidagur er í boði fyrir góða klaklaxa.

Vinsamlegst látið Stefán veiðivörð vita um laxa sem þið setjið í kistur, sími 898 6073.
Einnig er gott að fá tölvupóst með upplýsingum um veiðimann, ásamt stærð og kyn laxins og í hvaða kistu hann fór.


04 júl. 2008

Veiðimenn á svæði 1 í gær gerðu góða veiði. Náðu þeir einum 4,5 kg laxi á Malareyri sem var maríulax Gunnars Björns Ólafssonar sem er 12 ára gamall. Einnig náðu þeir 8,6 kg laxa á Skúlaskeiði og settu þar í tvo til viðbótar. Einnig var bleikjuveiðin góð en 8 bleikjur náðust á bilinu 2-4 pund.

Einnig sást lax á svæði 3 elta í Vatnsleysuhyl. Veiðin upp á efri svæðunum er ennþá frekar róleg en engu að síður komnir mun fleiri laxar á land en að jafnaði á þessum tíma sumars. Við höfum engar fréttir af silungasvæðinu en ástæðan þess er sú að þar er allt laust. Mikið af bleikju hefur verið að ganga síðustu 2 vikur og því óhætt að fara að huga að því að prufa þar.

Flugubox fannst við veiðistaðinn Flúðir í gærmorgun á svæði 3. Ef einhver saknar þess getur sá hinn sami haft samband á ingvark@nett.is eða í 868-5225.

Mynd: Gunnar Björn með maríulaxinn sinn af Malareyrinni.


01 júl. 2008

Veiðimenn sem voru við veiðar seinnipartin 30/06 á 4 svæði lönduðu 2 löxum 8.1kg hrigna 93cm sem fjekst í Ferjustreng og var henni sleppt. Annar lax fékkst í Nesbugðu var hann 5.6kg hrigna 83cm.


30 jún. 2008
Þá er laxin mætur á 3 svæði veiðimenn sem voru að veiða í dag lönduðu 4,5kg hæng í flúðunum fekkst hann á snældu og urðu þeir varir við annan lax þar

28 jún. 2008

27/6. Veiddust 2 laxar á svæði 4. Var annar þeirra 12 pund og veiddist í Ferjustreng. Hinn fékkst í Systrahvammi og var sett í annan þar en hann slapp þannig að laxin er farin að láta sjá sig á efri svæðunum. Enda hefur séðst töluvert af laxi á svæði 1 og þar verið góð veiði.

Mynd: Friðrik Þór Reynisson með 13,5 punda maríulax úr Kolbeinspolli


26 jún. 2008

Mikið sést af laxi og bleikju á svæði 1, í gær fengust tveir laxar, 11 og 13 punda á Malareyrinni, um 20 laxar sáust í Kolbeinspolli, lax sást á hellunni og einnig við nýju brúna. Einnig er mikið af stórbleikju að ganga og bleikjur að sjást og veiðast frá 2-6 punda. Nokkrar mun stærri hafa einnig sést en taka ekki agn veiðimann.

Fiskurinn er á hraðferð í gegnum svæðið og upp í gegnum laxastigann svo fréttir af efri svæðum ættu að fara að berast um leið og veiðimenn fara að sinna þeim.

Á milli 15 og 20 laxar hafa nú veiðst og um 20 vænar sjóbleikjur. Við tökum fram að ekki eru allir fiskar ennþá komnir í veiðibókina sem staðsett er í Lindinni og við ítrekum það við veiðimenn að skrá aflann strax að lokinni veiðiferð eða í síðasta lagi daginn eftir.

Mynd: Ingi Freyr Ágústsson að veiða sitt fyrsta skipti í Fnjóská og að vonum glaður á svipinn með 13 punda nýgenginn hæng sem hann fékk á flugu á Malareyrinni.


23 jún. 2008
Töluvert sést af laxi og í gær var vitað um 12 laxa sem hafa veiðst. Allir hafa þeir fengist á svæði 1 og allir stórir og fallegir 2 ára fiskar. Laxastiginn var opnaður þann 17. júní og þá sáust 3 laxar að lóna fyrir neðan hann og voru þeir allir í kringum 20 pundin. Á laugardag voru þessir boltar horfnir upp í á en þá sáust 4 laxar á Malareyri, 4 laxar á Hellunni og 1 í laxastiganum sjálfum á leiðinni upp.

15 jún. 2008

Stjórnarmenn opnuðu Fnjóská að venju og veiddu seinnipartinn 14. júní og fyrri partinn 15. júní.
Fallegt vatn var í ánni, ekki mikið miðað við árstíma og nánast litlaust.
Fyrsti laxinn - 12 punda hrygna veiddist á Malareyrinni 14. júní, og önnur hrygna - 11 pund - veiddist á sama stað 15. júní. Báðir þessir laxar voru lúsugir og vel á sig komnir Fnjóskdælingar.
Almenn veiði hefst í Fnjóská 18. júní.

21/6: 11 laxar og nokkrar bleikjur hafa veidst. Gott vatn og einhverjir laxar eru farnir upp stigann.


11 maí 2008

Opnað hefur verið fyrir vefsöluna og allir lausir dagar sem eftir eru komnir inn í kerfið.

Einnig hafa veiðikortin verið uppfærð þar sem svæðaskiptingar færast til fyrir sumarið. Hægt er að sjá nánar undir hlekknum Veiðitilhögun hérna vinstra megin á síðunni og kortin má finna undir hlekknum Veiðikort.


29 jan. 2008
Úthlutun veiðileyfa til félagsmanna í Flúðum er að ljúka.
Laus veiðileyfi verða sýnileg þegar úthlutun er að fullu lokið.

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.