Fréttasafn

02 ágú. 2018

Hollið sem lauk veiðum á hádegi í gær setti í ca. 25 laxa en landaði 8 þeirra. Flestar tökurnar voru á flugur af ýmsum stærðum en nokkrar á spón. Menn sáu lax á öllum svæðum og virtist hann stoppa stutt á neðsta svæðinu.


19 júl. 2018

Að gefnu tilefni viljum við vara við grjóthruni úr berginu við Bjarghorn, sem er veiðistaður nr. 4 á 1.svæði, og biðjum veiðimenn vinsamlega um að fara ekki á þann veiðistað.

Einnig tejum við varasamt að fara fram á bjargbrúnina til að skyggna veiðistaðinn.


10 júl. 2018

Nú hefur veiðst lax á öllum efri svæðum Fnjóskár. 
Í gær kom laxar úr Árbugsárósi og Sandi á svæði 2, úr Flúðum á svæði 3 og úr Neslæk á svæði 4.
Vatnsmagn í ánni er eins og í sumar rennsli og eiga fiskar greiða leið upp í gegnum laxastigann.
Stórar bleikjur hafa veiðst á svæði 1 og hafa veiðimenn séð þær koma upp á Hellunni og halda áfram upp í þrengslin við stigann. 


03 júl. 2018

Fyrsti laxinn af efri svæðum kom á land í gær, 2. júlí. 
12 punda hrygna tók fluguna Sunray Shadow á Sandinum á 2.svæði.
Vatnsmagn í ánni og hitastig hennar hefur undanfarnar vikur oftast verið hagstætt þeim fiskum sem vilja klífa stigann framhjá fossunum og halda á vit ævintýranna í uppánni. Það má því fastlega gera ráð fyrir því að fiskur stoppi stutt á 1.svæði, enda hafa menn séð þá koma upp á Helluna og í Brúarlagshylinn og hverfa síðan inn í þrengslin í átt að stiganum.


15 jún. 2018

Stjórn Flúða opnað Fnjóská seinnipartinn 14. júní.
Töluverður vöxtur er enn í ánni en þó góður litur á vatninu.
Einn lax kom á land, 87 cm hrygna á rauða Frances úr Urriðapolli, sem er efsti veiðistaður neðan gömlu brúarinnar á 1. svæði.
Hrygnan var ekki lúsug og því væntanlega búin að vera í ánni í nokkra daga.
Fleiri laxar létu sjá sig án þess þó að láta glepjast. 


22 maí 2018

Fimmtudaginn 31. maí verður haldin kynning á Fnjóská á vegum Stangaveiðifélags Akureyrar og Stangaveiðifélags Flúða í Deiglunni í Listagilinu. Kynningin hefst klukkan 20:00.

Sigþór Gunnarsson kynnir ána fyrir gestum en hann hefur veitt í Fnjóská um árabil. Flúðir verða með tilboð í tengslum við veiðileyfi í ánni og SVAK bíður gestum uppá veitingar í föstu og fljótandi formi.

Vonumst til að sjá sem flesta.
Stjórn SVAK og Flúða


22 maí 2018

Nú um liðna helgi var farið í að dreifa seiðum í tjarnir víða við ána. Farið var með um 5.000 seiði í tjörn við Nes, um 5.000 í tjörn við Árbugsárós og um 5.000 í tjörn við Skarð.

Stefnt er á að fara svo með um 4.000 seiði í tjörn við Skuggapolla og eftir það verða um 6.000 seiði í tjörninni á Draflastöðum sem stendur við veiðistaðinn Sandinn.

Fljótlega verður svo dreift seiðum til viðbótar sem koma frá Laxamýri og verða þau þá sett í tjörn við Steinkirkju og Vatnsleysu.

Þannig að seiðum verður dreift alls í 7 eða 8 tjarnir víða um ána nú á vordögum og þegar þau fara að smolta verður þeim hleypt út í ána og til sjávar.

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.