Fréttir

22 maí 2018

Seiðaflutningar

Nú um liðna helgi var farið í að dreifa seiðum í tjarnir víða við ána. Farið var með um 5.000 seiði í tjörn við Nes, um 5.000 í tjörn við Árbugsárós og um 5.000 í tjörn við Skarð.

Stefnt er á að fara svo með um 4.000 seiði í tjörn við Skuggapolla og eftir það verða um 6.000 seiði í tjörninni á Draflastöðum sem stendur við veiðistaðinn Sandinn.

Fljótlega verður svo dreift seiðum til viðbótar sem koma frá Laxamýri og verða þau þá sett í tjörn við Steinkirkju og Vatnsleysu.

Þannig að seiðum verður dreift alls í 7 eða 8 tjarnir víða um ána nú á vordögum og þegar þau fara að smolta verður þeim hleypt út í ána og til sjávar.

Til baka

Veiðileyfi

Fnjóská
4.8.2020
1 stöng á svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 39.100 kr. - Stangir: 2
4.8.2020
1 stöng á svæði 4 fyrir hádegi
Verð: 27.370 kr. - Stangir: 2
4.8.2020
1 stöng á svæði 3 eftir hádegi
Verð: 39.100 kr. - Stangir: 2

Fnjóská - Svæði 5
4.8.2020
1 stöng í einn dag
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 1
5.8.2020
1 stöng í einn dag
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2
6.8.2020
1 stöng í einn dag
Verð: 8.400 kr. - Stangir: 2