Fréttir

16 jún. 2006

Erfiðar aðstæður

Stjórn Flúða var við Fnjóská gær til að gera klárt fyrir tímabilið en veiði hefst á sunnudag. Veðurblíðan setti sitt mark á ána en hún var töluvert lituð og vatnsmikil og bætti í er líða fór á daginn. Mátti sjá ána litast meira eftir því er neðar dró í dalnum þar sem alla leið fossuðu lækir yfir bakka sína og út í á.

Stjórnarmenn brugðust ekki skyldu sinni þrátt fyrir aðstæður og settu saman nokkrar stangir til að athuga hvort eitthvað bæri á laxi á hefbundnum vorveiðistöðum. Ekki sást í nokkurn lax og skyldi engan furða ef myndirnar eru skoðaðar.

Ef rifjað er upp hvenær laxinn hefur mætt síðustu ár þá sáust fyrstu laxarnar þann 9. júní 2003, sumarið 2004 þann 18. júní og sumarið 2005 þann 16. júní. Því má reikna með að hann sé mættur eða við það að skella sér upp í á.

Eins og fram hefur komið þá hefst veiði á sunnudaginn 18. júní og þó áin hafi verið lituð í gær er hún afar fljót að jafna sig. Vatnið er mikið og nægur snjór ennþá til fjalla sem lofar góðu fyrir veiðina næstu vikur.

Til baka

Veiðileyfi

Fnjóská
Ekkert laust eins og er.

Fnjóská - Svæði 5
Ekkert laust eins og er.