Fréttir

18 jún. 2006

Fyrsti laxinn kominn á land

Veiði hófst í Fnjóská í dag, 18. júní. Fyrsti laxinn kom á land kl. 7.40, og var það 11 punda hængur, 83 cm langur, sem tók maðkinn á Malareyrinni. Veiðimaður var Gunnar Skarphéðinsson. Áin er mikil vexti og töluvert lituð, en svo virðist sem bæði litur og vatn fari nú hægt minnkandi.

Til baka

Veiðileyfi

Fnjóská
Ekkert laust eins og er.

Fnjóská - Svæði 5
Ekkert laust eins og er.