Fréttir

08 júl. 2006

Lax og bleikja farin að ganga stigann

Áin hefur sjatnað verulega síðustu vikuna og opnaði það greiða leið fyrir fiskinn upp laxastigann.

Fyrsti laxinn á svæðunum ofan stiga veiddist í morgun og var það 9 punda hrygna er veiddist í Símastreng á svæði 3. Nú fyrr í vikunni setti veiðimaður í tvo laxa í veiðistaðnum Flúðum á svæði 4 en þeir sluppu báðir.

Veiðst hafa um 30 laxar og eitthvað af sjóbleikju. Nánast allt hefur veiðst á svæði 1 og eru þetta mest megnis 2 ára lax og stórar sjóbleikjur eða um 3-6 punda.

Til baka

Veiðileyfi

Fnjóská
Ekkert laust eins og er.

Fnjóská - Svæði 5
Ekkert laust eins og er.