Fréttir

03 ágú. 2006

Ágæt veiði

Um 160 laxar eru komnir á land og er það nokkrum löxum meira en á sama tíma í fyrra, en þá fór áin í 450 laxa. Mikið sést af laxi og bleikju á 1. svæði og veiðist bleikjan vel en laxinn síður, þó kemur einn og einn á land. Af efri svæðunum hefur 4. svæði komið best út , en 2. og 3. svæði eru að taka vel við sér síðustu daga.
Lítið fréttist frá silungasvæðunum, menn eru þó töluvert að fara þangað en mikil tregða virðist vera hjá veiðimönnum að láta vita af veiði. Ljóst er að við þurfum ráða bót þar á með einhverjum ráðum.
Tveir stórlaxar náðust á mynd þann 1. ágúst og sjást þeir hér fyrir neðan, sá minni er 15 pund og féll hann fyrir rauðri Frances í Kolbeinspolli.

Til baka

Veiðileyfi

Fnjóská
Ekkert laust eins og er.

Fnjóská - Svæði 5
Ekkert laust eins og er.