Fréttir

14 sep. 2006

Styttist í vertíðarlok

Nú eru aðeins örfáir dagar eftir af tímabilinu en því lýkur á efri svæðunum á sunnudaginn 17. september. Áfram verða seld veiðileyfi á hóflegu verði í haustbleikjuna á veiðisvæði 1. og eru þau leyfi komin í sölu hérna á vefnum sem og í Lindinni við leiruveg.

Við talningu í veiðibók í dag kom í ljós að 350 laxar hafa verið færðir til bókar, 470 bleikjur og 43 urriðar. Eitthvað vantar upp á þessar tölur þar sem veiði af 5. og 6. svæði er skráð að hluta á Illugastöðum.

Við hvetjum þá sem einhverra hluta vegna eiga eftir að skrá veiði frá því í sumar til að klára þau mál hið fyrsta.

Af stórum fiskum má nefna að nú fyrir stuttu veiddist 98 cm fiskur í Ferjupolli. Sá stærsti í sumar er þó vafalaust laxinn sem Guðmundur Gunnarsson fékk í Árbugsárós í lok ágúst. Sá mældist 101 cm og var honum komið í klakkistu til undaneldis.

Við hjá Flúðum þökkum þeim sem heimsóttu Fnjóská í sumar og vonum að þið hafið átt góðar stundir. Við þökkum einnig þeim fjölmörgu sem heimsóttu vefinn okkar og notfærðu sér hann til kaupa á veiðileyfum.

Mynd: Guðmundur Gunnarsson með 101 cm hæng sem er í þann mund að fara í klakkistu

Til baka

Veiðileyfi

Fnjóská
Ekkert laust eins og er.

Fnjóská - Svæði 5
Ekkert laust eins og er.