17.6.2022 - Fjóská - fyrsti laxinn 2022.
Stjórnarmenn Flúða opnuðu Fnjóská í morgun. Fallegt vorvatn blasti við veiðimönnum, rennsli 80 m3/sek og örlítið skol, vatnshiti 7-8°.
Einn lax kom á land á morgunvaktinni, 74 cm hrygna úr Merkjabreiðu. Lax elti á Skúlaskeiði og tók skömmu síðar þegar honum var sýnd ný fluga, en losaði sig eftir skamma viðureign. Einnig sáu menn lax á Malareyrinni.
