Við notum vafrakökur til að greina upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að bæta efni og birta markaðsefni. Nánar um vafrakökur LEYFA VAFRAKÖKUR

2.7.2023 - Klakkistur


Það er okkur mikilvægt að fá góða laxa til undaneldis og að venju biðlum við til veiðimanna að leggja okkur lið með því að setja laxa í klakkistur.
Á meðan klakkisturnar eru ekki komnar í ána er hægt að setja laxa í stóra karið á Draflastöðum (í beygjunni ofan við Sandinn, veiðstað nr. 34).
Við birtum upplýsingar um staðsetningar á kistunum þegar þar að kemur.
Í sumar fór að veiðast óvenju snemma fyrir ofan laxastigann á 1.svæði, enda búið að vera greiðfært fyrir laxinn upp á efri svæðin frá miðjum júní.
Fjórum löxum var landað á 2.svæði síðustu dagana í júní og fyrsti laxinn á 3.svæði kom á land 1.júlí.