Við notum vafrakökur til að greina upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að bæta efni og birta markaðsefni. Nánar um vafrakökur LEYFA VAFRAKÖKUR

14.7.2023 - Klakkistur


Kistur fyrir klaklaxa er komnar niður og sem fyrr biðjum við veiðimenn að veita okkur lið í öflun klaklaxa. Kisturnar eru að vestan á Sandi (34), Vatnsleysu (44) og Systrahvammi (59), og að austan á Flúðum (52), Eyrarbreiðu (46) og Árbugsárósi (28). Þó viljum við helst fá laxa beint í græna karið á Draflastöðum ef þess er nokkur kostur. Vinsamlegast setjið athugasemd í veiðibókina ef lax er settur í klak. Með fyrirfram þökk. Stjórn Flúða.