Við notum vafrakökur til að greina upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að bæta efni og birta markaðsefni. Nánar um vafrakökur LEYFA VAFRAKÖKUR

28 - Árbugsárós

Austan árinnar er þægilegur grasbakki, en þar sem áin er þarna þokkalega breið, verður vaða útí til að ná nógu langt, en botninn er mjög háll þarna. Vestan ár er mjór grasbakki og kjarriklæddur, allbrattur malarhóll þar ofan við í pirrandi nálægð í bakkastinu þegar flugunni er beitt. Botn árinnar er líka mjög háll þarna megin. Eftir að hafa rennt sér fram úr brotinu neðst í ósnum, hættir Fnjóská að renna í norður og tekur nú norðvestlæga stefnu. (-ES-)

Segja má að hér sé um að ræða tvo eða jafnvel þrjá veiðistaði. Þar sem þveráin kemur út í Fnjóská er alltaf hægt að finna bleikju og hafa margir fengið góða veiði þar. Þá er farið að austanverðu og strengirnir og flatinn neðan við þá úr þveránni veiddir. Ofan við ármótin er laxastaðurinn og má segja að Árbugsárós (28) og Vaðnesbreiða (29) séu einn risastór veiðistaður þar sem alls staðar er von á laxi og bleikju. (-IKÞ-)

Veiddir laxar

2010
43
2011
32
2012
9
2013
7
2014
9
2015
3
2016
5
2017
13
2018
9
2019
4
2020
30
2021
12
2022
38
2023
37
2024
21
2025