Við notum vafrakökur til að greina upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að bæta efni og birta markaðsefni. Nánar um vafrakökur LEYFA VAFRAKÖKUR
  • Fnjóská

    Stangaveiðifélagið Flúðir er leigutaki að Fnjóská

    Lax, sjóbleikja, urriði og staðbundin bleikja veiðist í Fnjóská en mest er um lax og sjóbleikju yfir veiðitímann

  • Fnjóská

    Stangaveiðifélagið Flúðir er leigutaki að Fnjóská

    Veiði hefst 18. júní og stendur til 20. september og eru göngur hvað mestar um miðbik og seinnihluta júlímánaðar

  • Fnjóská

    Stangaveiðifélagið Flúðir er leigutaki að Fnjóská

    Veiðistaðir í Fnjóská eru flestir stórir og víðáttumiklir og jafnt rennsli en jafnframt mikill straumur gerir ána að frábærri fluguveiðiá

  • Fnjóská

    Stangaveiðifélagið Flúðir er leigutaki að Fnjóská

    Stangaveiðifélagið Flúðir á Akureyri hefur haft Fnjóská á leigu óslitið síðan 1969

  • Fnjóská

    Stangaveiðifélagið Flúðir er leigutaki að Fnjóská

    Fnjóská er 117 km að lengd, á upptök sín í Bleiksmýrardrögum og er ein vatnsmesta bergvatnsá landsins

Eldislaxar

Til veiðimanna í Fnjóská. Strokulaxar úr sjókvíaeldi eru illu heilli mættir í uppáhaldsána okkar. Við biðjum ykkur að vera á verði gagnvart þessum óboðnu gestum og ekki sleppa þeim sem koma á land í ána aftur. Vinsamlegast takið hreistursýni og skráið lengd laxins, kyn og dagsetningu. Einnig óskum við eftir gert sé að fiskinum og haus hans og innyfli sett í plast. Þessu má skila í frystikistuna í Flúðaseli eða til Hafró að Óseyri 2, Akureyri. Skráið fiskinn í veiðibókina á www.fnjoska.is og setjið "eldislax" í athugasemdir. Fiskinn sjálfan getið þið hirt, en hann er þrátt fyrir allt góður matfiskur. Með fyrirfram þökk. Stjórn Stangaveiðifélagsins Flúða.