17.7.2025 - Klak-kistur
Klakkisturnar eru komnar í ána og eru veiðimenn hvattir til að setja í þær bæði hrygnur og hængi.
Athugið að geta þess í veiðibókinni ef lax er settur í kistu.
Þrátt fyrir að heimilt sé að hirða einn smálax á vakt til hádegis 11.ágúst, biðjum við veiðimenn að hugleiða hvort sá lax sé ekki betur kominn í klakkistu.
Kisturnar eru á þessum stöðum:
Árbugsárós að austan.
Sandur að vestan.
Eyrarbreiða að austan.
Vatnsleysuhylur að vestan.
Flúðir að austan.
Systrahvammur að vestan.
Einnig verður hægt að setja klaklaxa í karið að Draflastöðum.