Við notum vafrakökur til að greina upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að bæta efni og birta markaðsefni. Nánar um vafrakökur LEYFA VAFRAKÖKUR

Eldislaxar

11.9.2023

Til veiðimanna í Fnjóská. Strokulaxar úr sjókvíaeldi eru illu heilli mættir í uppáhaldsána okkar. Við biðjum ykkur að vera á verði gagnvart þessum óboðnu gestum og ekki sleppa þeim sem koma á land í ána aftur. Vinsamlegast takið hreistursýni og skráið lengd laxins, kyn og dagsetningu. Einnig óskum við eftir gert sé að fiskinum og haus hans og innyfli sett í plast. Þessu má skila í frystikistuna í Flúðaseli eða til Hafró að Óseyri 2, Akureyri. Skráið fiskinn í veiðibókina á www.fnjoska.is og setjið "eldislax" í athugasemdir. Fiskinn sjálfan getið þið hirt, en hann er þrátt fyrir allt góður matfiskur. Með fyrirfram þökk. Stjórn Stangaveiðifélagsins Flúða.

Klakkistur

14.7.2023

Kistur fyrir klaklaxa er komnar niður og sem fyrr biðjum við veiðimenn að veita okkur lið í öflun klaklaxa. Kisturnar eru að vestan á Sandi (34), Vatnsleysu (44) og Systrahvammi (59), og að austan á Flúðum (52), Eyrarbreiðu (46) og Árbugsárósi (28). Þó viljum við helst fá laxa beint í græna karið á Draflastöðum ef þess er nokkur kostur. Vinsamlegast setjið athugasemd í veiðibókina ef lax er settur í klak. Með fyrirfram þökk. Stjórn Flúða.


Klakkistur

2.7.2023

Það er okkur mikilvægt að fá góða laxa til undaneldis og að venju biðlum við til veiðimanna að leggja okkur lið með því að setja laxa í klakkistur.
Á meðan klakkisturnar eru ekki komnar í ána er hægt að setja laxa í stóra karið á Draflastöðum (í beygjunni ofan við Sandinn, veiðstað nr. 34).
Við birtum upplýsingar um staðsetningar á kistunum þegar þar að kemur.
Í sumar fór að veiðast óvenju snemma fyrir ofan laxastigann á 1.svæði, enda búið að vera greiðfært fyrir laxinn upp á efri svæðin frá miðjum júní.
Fjórum löxum var landað á 2.svæði síðustu dagana í júní og fyrsti laxinn á 3.svæði kom á land 1.júlí.    


Veiði hafin í Fnjóská

21.6.2023

Fyrstu laxarnir komu á land 19.júní, sem var fyrsti seldi dagurinn.

Þetta voru 76 cm hrygna úr Skúlaskeiði og 72 cm hrygna úr Kolbeinspolli.

Stjórn Flúða opnaði ána 16. júní. Lítið sást af laxi en einn tók þó fluguna í Brúarlagshyl og losasði sig eftir stutta viðureign.  Áin var vatnslítil miðað við árstíma (75 m3) og nánast litlaus.

Mynd. Kolbeinspollur 16. júní.

Klakfiskar

14.9.2022

Okkur vantar ennþá klakfiska og þá sérstaklega hængi, bæði stóra sem smáa. Stórar hrygnur eru líka vel þegnar en staðan er betri með hrygnur.

Ef þið sem farið að veiða næstu daga hafið tök á því, endilega setjið fiska í klakkistu og látið okkur vita. 

Kisturnar eru staðsettar hér: Árbugsárós, Sandur, Vatnsleysuhylur, Eyrarbreiða, Flúðir, Systrahvammur

Svo má einnig setja fisk beint í stóra græna karið sem er á milli Sands og Böðvarsneshyl.