Við notum vafrakökur til að greina upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að bæta efni og birta markaðsefni. Nánar um vafrakökur LEYFA VAFRAKÖKUR

Klak-kistur

17.7.2025

Klakkisturnar eru komnar í ána og eru veiðimenn hvattir til að setja í þær bæði hrygnur og hængi.
Athugið að geta þess í veiðibókinni ef lax er settur í kistu.

Þrátt fyrir að heimilt sé að hirða einn smálax á vakt til hádegis 11.ágúst, biðjum við veiðimenn að hugleiða hvort sá lax sé ekki betur kominn í klakkistu.

Kisturnar eru á þessum stöðum:
   Árbugsárós að austan.
   Sandur að vestan.
   Eyrarbreiða að austan.
   Vatnsleysuhylur að vestan.
   Flúðir að austan.
   Systrahvammur að vestan.

Einnig verður hægt að setja klaklaxa í karið að Draflastöðum.

Meira

Fyrsti laxinn á land í Fnjóská

4.7.2025

Fyrsti laxinn kom á land nú síðdegis á svæði 1 í Fnjóská, þar sem veiðimaður landaði nýgenginni hrygnu á Hellunni, laxinn mældist 71 cm og var lúsugur.

Veiðin hefur verið brösug það sem af er sumri og laxinn látið bíða eftir sér, þrátt fyrir að hann hafi sést öðru hvoru á svæðinu.

Hins vegar virðist bleikjan vera snemma á ferðinni þetta árið. Veiðimenn hafa orðið varir við töluvert magn og náð vænum fiskum, allt að 65 cm að lengd. Það vekur vonir um að bleikjustofninn sé á batavegi eftir nokkur erfið ár.

Laxinn mættur!

19.6.2025

Stjórnarmenn opnuðu ána helgina 14-15. júní en urðu ekki varir við neitt líf.
Fyrsti seldi dagurinn er í dag, 19. júní, og fljótlega var búið að setja í einn lax í Brúarlagshyl, en hann hristi sig af eftir stutta viðureign.
Laxar sáust í dýpinu við Malareyrina.