Við notum vafrakökur til að greina upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að bæta efni og birta markaðsefni. Nánar um vafrakökur LEYFA VAFRAKÖKUR

Klakfiskar

14.9.2022

Okkur vantar ennþá klakfiska og þá sérstaklega hængi, bæði stóra sem smáa. Stórar hrygnur eru líka vel þegnar en staðan er betri með hrygnur.

Ef þið sem farið að veiða næstu daga hafið tök á því, endilega setjið fiska í klakkistu og látið okkur vita. 

Kisturnar eru staðsettar hér: Árbugsárós, Sandur, Vatnsleysuhylur, Eyrarbreiða, Flúðir, Systrahvammur

Svo má einnig setja fisk beint í stóra græna karið sem er á milli Sands og Böðvarsneshyl.

Klakkisturnar komnar í ána

2.8.2022

Nú hafa klakkistur verið settar niður í Fnjóská á völdum stöðum og við hvetjum veiðimenn til að setja stórar hrygnur og hængi í klakkistu ef mögulegt er, það er mjög mikilvægt fyrir okkur að ná góðum fiskum í klak.

Kisturnar eru staðsettar á eftirfarandi stöðum:

Árbugsárós, Sandur, Vatnsleysuhylur, Eyrarbreiða, Flúðir, Systrahvammur

Kvöldvaktin 29.júní á 1.svæði.

30.6.2022

Tvær tveggja ára hrygnur komu á land úr Skúlaskeiði og þriðji laxinn tók en slapp eftir stutta viðureign. Einn lax tók á Hellunni en losaði sig. Laxar sáust í Klapparhyl og Laufásholu.

Fjóská - fyrsti laxinn 2022.

17.6.2022

Stjórnarmenn Flúða opnuðu Fnjóská í morgun.  Fallegt vorvatn blasti við veiðimönnum, rennsli 80 m3/sek og örlítið skol, vatnshiti 7-8°.
Einn lax kom á land á morgunvaktinni, 74 cm hrygna úr Merkjabreiðu.  Lax elti á Skúlaskeiði og tók skömmu síðar þegar honum var sýnd ný fluga, en losaði sig eftir skamma viðureign.  Einnig sáu menn lax á Malareyrinni.