Við notum vafrakökur til að greina upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að bæta efni og birta markaðsefni. Nánar um vafrakökur LEYFA VAFRAKÖKUR

19 - Engjabakki

Áin er breið og straumþung þarna. Best er að veiða frá vesturbakkanum. Einnig má nota austurbakkann, en það er mun verra vegna hás grasbakka, sem áin rennur meðfram þeim megin. Efst að vestanverðu er grasgeiri og lygna við landið og erfitt að ná til laxsins. Neðst eru klappir næstum út í miðja á og þar er mjög aðdjúpt og nauðsynlegt að fara varlega. Laxinn getur legið alveg við klappanefin og auk þess er fljúgandi hált þarna. Verulega þolinmæði þarf á stundum, þegar laxinn hleypur á færið þarna, sérstaklega flugulax, þar sem tipla þarf á hálum klöppunum með dýpið á milli, enda hef ég oft tekið mér bað á þessum stað. (-ES-)

Veiddir laxar

2010
44
2011
32
2012
6
2013
13
2014
3
2015
5
2016
3
2017
3
2018
10
2019
6
2020
2
2021
6
2022
5
2023
8
2024
3