39 - Kvíslardjúp
Af mörgum er þessi sómaveiðistaður talinn besti veiðistaður uppárinnar, enda hefur hann gefið marga laxa á öll veiðarfæri, sem eru leyfð í Fnjóská. Áin er af meðalbreidd þarna, nokkur straumur í efri hlutanum en lygnara neðst. Áll er í miðri á og þar liggur laxinn, en á breiðunni er hann víða og alveg niður á brotið. Vestan ár er malarfjara en metershár rofabakki að austan, sem áin tægir sífellt og veltir til sín við landið. Flestir kjósa að standa austan ár, en mér eru báðir bakkar tamir. Þarna hef ég fengið flesta laxa í uppánni. (-ES-)
(ath. seinni árin hefur veiðistaðurinn breyst töluvert vegna náttúrulegra breytinga á farvegi)