38 - Végeirsstaðakvísl
Stór veiðistaður, oft laxagefandi með rólegum straumi. Vesturbakkinn er malareyri, en austurbakkinn nokkuð brattur malarkambur, Klifið, með smástalli neðst. Veiða má frá báðum löndum, en mér finnst betra að fara frá vesturbakkanum út í miðja á og kasta flugunni beint niður en þar tekur laxinn, sínu betur neðan til. (-ES-)
(ath. seinni árin hefur veiðistaðurinn breyst töluvert vegna náttúrulegra breytinga á farvegi)