45 - Bakkahylur
Langur, breiður og djúpur veiðistaður með jöfnum straumi, en laxinn liggur oftar í neðri hluta hans. Austan ár er bakkinn malarfjara, en vestan ár er hár malarkambur, gróinn nokkuð með grasgöngubraut meðfram ánni. Stórir steinar, sem liggja misdjúpt eru neðarlega og djúpir álar á milli. Dálítið erfitt er að kasta flugu af vesturbakkanum, þar sem flestir veiða svo sem undirritaður. Þetta er fallegur og gjöfull veiðistaður. (-ES-)
(Ath. veiðistaðurinn er nú mun minni en áður, vegna nýlegra breytinga sem gerðar voru til að hindra landbrot)