4 - Bjarghorn
Þetta er fyrst og fremst vorveiðistaður, sem gefur helst lax snemma á veiðitímanum meðan laxinn er í göngu og áin vatnsmikil. Staðið er undir klettunum, þegar hægt er að vaða meðfram berginu. Þungur straumur er á staðnum og laxinn liggur djúpt. Þarna gerast oft skemmtileg æfintýri, þegar veiddur er vorfiskur úr þessum skemmtilega laxastofni. (-ES-)