10 - Malareyri
Mjög gjöfull, geysidjúpur klettapottur á móti Bjarghorninu, og endist til veiða allt sumarið. Hallandi klappir liggja að veiðistaðnum, en ofantil og niður að honum miðjum er malareyri, sem staðurinn heitir eftir. Nokkur vandi er að veiða þarna, enda skrítið að kasta í svona iðupotta og flugan er lítið reynd. (-ES-)