15 - Rauðhylur
Sá er neðan brúar og er þar, sem áin siglir aftur út úr gljúfrinu. Veiðistaðurinn er lygn efst en straumurinn vex síðan niður úr allstríðri breiðu, þar sem laxinn liggur oftast. Klappir eru við austurlandið, neðan við malarbakka en út af þeim fást oft laxar. Rauðhylur er snemmsumarstaður. Sumir veiða vestan ár. (-ES-)