Við notum vafrakökur til að greina upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að bæta efni og birta markaðsefni. Nánar um vafrakökur LEYFA VAFRAKÖKUR

35 - Böðvarsnesshylur

Talinn einn af bestu veiðistöðunum í efri hluta árinnar. Þarna rennur áin aftur í vestur, enda er norðurbakkinn hár grjót- og móhellukambur, illvinnanlegur af ánni. Veiðistaðurinn er mjög langur og breiður, nokkuð straumharður efst, en verður svo lygn neðst, að áin sést varla renna áður en hún brotnar niður við næstu bugðu árinnar. Ég hef séð og fengið lax alls staðar í veiðistaðnum. Suðurbakkinn er flöt malarfjara, sem auðvelt er að standa á við veiðina. Beint í austur frá þessum veiðistað á grónum malarkambi undir kjarrbrekku stendur Flúðasel, veiðihús stangveiðifélagsins Flúða. (-ES-) 

(ath. seinni árin hefur veiðistaðurinn breyst töluvert vegna náttúrulegra breytinga á farvegi)

Veiddir laxar

2010
1
2011
2012
2013
2
2014
2015
2016
2017
2018
2019
2020
15
2021
6
2022
16
2023
6
2024
1