Við notum vafrakökur til að greina upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að bæta efni og birta markaðsefni. Nánar um vafrakökur LEYFA VAFRAKÖKUR

34 - Sandur

Eftir tilkomu sleppitjarnarinnar hefur þessi veiðistaður tekið við sér. Ekið er niður að Draflastöðum og þar sem vegurinn skiptist að bæjunum tveimur er vegslóði sem liggur niður að hliði rétt ofan við veiðistaðinn. Við þetta hlið er sleppitjörnin. Ekið er lítillega niður fyrir hliðið og má þá finna vik í sandhólinn þar sem leggja má bílnum efst við veiðistaðinn. Aðal svæðið byrjar aðeins ofar en þar sem grasbakkinn tekur við af grýtta bakkanum, þar liggja grjót frá bakkanum út í ána. Vænlegt er að byrja á því að veiða frá landi áður en farið er að vaða, sérstaklega snemma á morgnana og í miklu vatni. Þegar það hefur verið reynt er ráð að vaða þriðjung út í á og veiða niður. Gott er að einbeita sér vel að steinum sem sést brjóta á en fara hraðar yfir á öðrum stöðum. (-IKÞ-)

Veiddir laxar

2010
71
2011
34
2012
19
2013
39
2014
27
2015
148
2016
41
2017
28
2018
25
2019
33
2020
23
2021
23
2022
2
2023
44
2024
24