Við notum vafrakökur til að greina upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að bæta efni og birta markaðsefni. Nánar um vafrakökur LEYFA VAFRAKÖKUR

33 - Ferjupollur

Áin rennur þarna aftur talsvert í austur. Þetta er meðalstór veiðistaður, breiður, nokkuð staumþungur og er veiddur frá báðum bökkum enda grasbakkar beggja vegna, en þó er nauðsynlegt að vaða út í ána ofantil þegar veitt er. Laxinn liggur þarna vítt og breitt ekki síst nær norðurbakkanum ofarlega. (-ES-)

Ferjupollur er einn af betri og skemmtilegri stöðum í ánni. Betra er að veiða hann að vestanverðu og byrja ofarlega en oft má sjá fisk stökkva um allt svæðið á góðum stundum síðsumars. Varast ber að vaða þar til að byrja með heldur veiða frá landi og alla leið niður á brot. Aðal tökustaðirnir eru á því svæði sem brýtur áberandi á stein í ánni og þaðan niður á brotið. (-IKÞ-)

Veiddir laxar

2010
128
2011
36
2012
7
2013
16
2014
4
2015
13
2016
5
2017
3
2018
5
2019
19
2020
3
2021
8
2022
1
2023
31
2024
6