33 - Ferjupollur
Áin rennur þarna aftur talsvert í austur. Þetta er meðalstór veiðistaður, breiður, nokkuð staumþungur og er veiddur frá báðum bökkum enda grasbakkar beggja vegna, en þó er nauðsynlegt að vaða út í ána ofantil þegar veitt er. Laxinn liggur þarna vítt og breitt ekki síst nær norðurbakkanum ofarlega. (-ES-)
Ferjupollur er einn af betri og skemmtilegri stöðum í ánni. Betra er að veiða hann að vestanverðu og byrja ofarlega en oft má sjá fisk stökkva um allt svæðið á góðum stundum síðsumars. Varast ber að vaða þar til að byrja með heldur veiða frá landi og alla leið niður á brot. Aðal tökustaðirnir eru á því svæði sem brýtur áberandi á stein í ánni og þaðan niður á brotið. (-IKÞ-)